Þurfa að treysta á hagstæð úrslit eftir tap gegn toppliðinu- Myndir

Staða Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í baráttunni um að komast upp úr annarri deild kvenna í knattspyrnu er orðin snúin eftir 0-2 tap gegn toppliði Völsungs í síðasta heimaleik sumarsins í gær.

Frá því snemma leiks var á brattann að sækja fyrir Austfjarðaliðið því gestirnir frá Húsavík voru 0-2 yfir eftir 20 mínútur. Í báðum tilfellum urðu mislukkaðar hreinsanir, eða sendingar, úr vörn heimaliðsins að mörkum gestanna.

Austfjarðaliðið átti fína spilkafla í leiknum og bestu færin komu þegar tókst að láta boltann ganga hratt fram völlinn. Slíkar sendingar eru þó í eðli sínu erfiðar eða ónákvæmar og því erfiðar. Miðjumenn Hattar stóðu sig vel í návígum en þegar Völsungar fengu svæði milli miðju og varnar Austfjarðaliðsins skapaðist yfirleitt talsverð hætta.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hefði vel getað skorað í leiknum. Tvisvar enduðu marktilraunir liðsins í þverslá mótherjanna, einu sinni fór forgörðum færi þar sem sóknarmaður komst einn á móti markmanni auk annarra skottilrauna. En Völsungur átti líka tvö sláarskot ásamt öðrum skotfærum.

„Við lögðum upp með að gera betur. Ég er ósáttur við mörkin tvö sem við gáfum í fyrri hálfleik. Við áttum annars ágætan fyrri hálfleik. Í þeim seinni breyttum við til í von um að fá meira líf í okkar leik en það skilaði sér ekki.

Ég er þó ánægður með okkar ungu leikmenn sem lögðu sig fram. Við erum að reyna að lyfta okkar leik og erum á réttri leið. Við vorum að spila við toppliðið og áttum lengst af góðan leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari Austfjarðaliðsins eftir leik.

Liðið lék í gær án þeirra tveggja af þremur erlendum leikmönnum liðsins, þeirra Victoriu Swift og Julie Gavorski. „Það sást mögulega að við vorum án tveggja sterkra leikmanna. Victoria hefur spilað eins og klettur í vörninni en Julie er markahæst í deildinni. Ég vonaði að Victoria yrði klár fyrir þennan leik en Julie meiddist á ökkla í vikunni. Staðan á þeim er ekkert of góð en ég vona að þær verði klárar fyrir næsta leik.“

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hefur í sumar verið í baráttunni um annað sæti deildarinnar, sem veitir keppnisrétt í fyrstu deild að ári. Liðið er í því sæti núna með 16 stig úr 10 leikjum. Völsungur hefur yfirburði í fyrsta sætinu en í þriðja og fjórða sæti eru annars vegar Grótta með 14 stig, hins vegar Sindri með 12 stig, bæði eftir átta leiki. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir á núna tveggja vikna hlé fram að næsta leik, á útivelli gegn Álftanesi áður en aðrar tvær vikur líða fram að lokaleiknum við Sindra á Höfn.

„Planið okkar var aldrei að lenda í efsta sæti heldur berjast um það annað. Með mjög hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum eigum við séns á því.“

Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0001 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0004 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0006 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0010 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0012 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0018 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0020 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0024 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0025 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0028 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0031 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0032 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0043 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0044 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0049 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0051 Web
Fotbolti Fhl Volsungur Kvk Agust19 0054 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.