Toppslagur í körfunni og fríar pylsur á föstudagskvöld

fsu_hottur_karfa_30102011_0038_web.jpgHöttur leikur tvo afar þýðingarmikla leiki við KFÍ frá Ísafirði í 1. deildinni í körfubolta á föstudag og laugardag. Báðir leikir liðanna á Íslandsmótinu verða leiknir á Egilsstöðum.

 

Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöld kl. 20:00. Frá kl. 19 mun körfuboltadeildin grilla pylsur í íþróttahúsinu og bjóða öllum sem ætla á leikinn að „pulsa“ sig upp.

Seinni leikurinn verður á laugardag kl. 15:00.

KFÍ er í efsta sæti 1. deildar með 14 stig eftir að hafa sigrað í öllum sínum leikjum en Höttur er í öðru sæti með 10 stig eftir fimm sigra og eitt tap. Með sigri í leikjunum getur Höttur haft sætaskipti við KFÍ á toppnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar