Þrír frá UÍA keppa fyrir Íslands hönd

Þrír glímuiðkendur frá UÍA koma til með að keppa með landsliðinu í glímu á Evrópumótinu í keltneskum fangbrögðum.



Tveir karlar og sex konur frá UÍA tóku þátt í Bikarglímu Íslands sem nýlega fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann bæði +90 kg. flokk karla og opinn flokk karla. Hjörtur Elí Steindórsson vann -80 kg. flokk karla. Hörð keppni var í kvennaflokki og vann Eva Dögg Jóhannsdóttir gull í -65 kg flokki kvenna. Daginn eftir var Íslandsmótið í Backhold (skoskum fangbrögðum) og þar stóðu þessir sömu keppendur sig vel.

Sömu helgi voru einnig landsliðsæfingar í glímu, Backhold og Gouren (frönsk glíma). Eftir þær æfingar var ljóst að Ásmundur Hálfdán, Hjörtur Elí og Bylgja Rún Ólafsdóttir frá UÍA myndu keppa í Austurríki fyrir Íslands hönd í apríl.

 

Ljósmynd, frá vinstri; Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir, Nikólína Bóel Ólafsdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Hjörtur Elí Steindórsson. Á myndina vantar Evu Dögg Jóhannsdóttur. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar