Óttar Steinn: Við stefnum á að fara upp

ottar_steinn_magnusson.jpgÓttar Steinn Magnússon, fyrirliði Hattar í knattspyrnu, segir liðið hafa sett sér það markmið að fara upp úr annarri deildinni fyrir tímabilið. Sumarið byrjar vel hjá liðinu sem vann Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli í gærkvöldi.

 

„Við töluðum um það fyrir tímabilið okkar á milli að við ætluðum okkur upp en það höfðu kannski ekki margir trú á okkur,“ sagði Óttar Steinn í samtali við Agl.is eftir leikinn. Liðið er í efsta sæti með fimm sigra og eitt jafntefli í fyrstu sex leikjunum. „Það er samt nóg eftir og við tökum einn leik fyrir í einu.“

Óttar viðurkenndi að það hefði verið „helvíti sætt“ að vinna nágrannaslaginn. Hattarmenn hefðu samt þurft að hafa verulega fyrir sigrinum.

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður en við löguðum leik okkar seinustu tíu mínúturnar. Í hálfleik ræddum við um að við værum í þriðja eða fjórða gír og ættum einn gír eftir. Þetta væri sex stiga leikur sem sá aðili sem myndi berjast meira og vilja meira myndi vinna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar