Tvö á palli á Íslandsmóti í taekwondoe

hottur_taekwondoe_mars13.jpg
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Jóhann Beck Vilhjálmsson sem æfa með Hetti á Egilsstöðum komust bæði á verðlaunapall á Íslandsmóti í bardaga (sparring) sem haldið var fyrir skemmstu.
 
Jóhann keppti í C Cadet M <55 flokki og náði þar gullverðlaunum. Þuríður Nótt var í BC Cadet F <37 flokki og varð í öðru sæti.

Þuríður stefnir annars á Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi 24. maí og er að safna sér fyrir ferðinni. Auk ferðarinnar til þarf hún í æfingaferðir til Reykjavíkur fyrir stóra mótið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar