Tveir í U-19 ára landsliðinu í blaki

Tveir leikmenn Þróttar halda til Rúmeníu í næstu viku með U-19 ára landsliðið drengja í blaki. Bæði karla og kvennaliðin eiga heimaleiki gegn KA um helgina.


Leikmennirnir tveir eru þeir Atli Fannar Pétursson og Galdur Máni Davíðsson. Mótið fer fram í Ploiesti í Rúmeníu dagana 11. – 16. janúar. Andstæðingar Íslands þar verða auk heimamenna Portúgal og Belgía. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið í þessum aldursflokki tekur þátt í Evrópumóti landsliða.

Bæði karla- og kvennalið Þróttar spila heima gegn KA um helgina. Karlaliðin spila tvisvar, fyrst klukkan 20:00 í kvöld og 13:00 á morgun. Kvennaliðin spila klukkan 15:00 á morgun.

Þá fer fram þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:30 í kvöld. Dagskráin er hefðbundin, afreksfólk Hattar verður heiðrað og flugeldasýning í lokin. Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.