Tvö frá Þrótti valin í úrvalslið ársins í blaki

María Rún Karlsdóttir og Jorge Emanuel Castano úr Þrótti Neskaupstað voru valin í úrvalslið ársins í úrvalsdeildum karla og kvenna í blaki. Tveir leikmenn Þróttar voru meðal þeirra stigahæstu í vetur.


Verðlaunin voru veitt á lokahófi Blaksambandsins sem haldið var fyrir helgi. María Rún Karlsdóttir úr Þrótti var stigahæst í úrvalsdeildkvenna með 278 stig, þar af 225 stig úr sókn. Samherji hennar, Ana Vidal, var stigahæst úr uppgjöfum með 51 stig. Erla Rán Eiríksdóttir, sem spilar með Stjörnunni en er alin upp í Þrótti, skoraði flest stig úr hávörn, 46 talsins.

María Rún var valin í kvennalið ársins sem kantmaður og Jorge Emanule Castano í sömu stöðu í karlaliðinu. Fleiri leikmenn Þróttar voru hins vegar tilnefndir í lið ársins.

Þannig var Ragnar Ingi Axelsson tilnefndur sem frelsingi ársins hjá körlunum og Ana Vidal sem þjálfari. Jorge var einnig tilnefndur sem leikmaður ársisn.

Hjá konunum var Ana tilnefnd sem uppspilari ársins, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir sem frelsingi auk þess sem María Rún var tilnefnd sem besti leikmaðurinn.

Þá var Valgeir Valgeirsson tilnefndur sem dómari ársins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.