UÍA stigameistari í frjálsum

uia_sigursveit_feb13.jpg
Lið UÍA varð stigameistari í flokki 13 ára pilta á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi. Vel gekk hjá keppendum UÍA sem voru fjórtán talsins.

Steingrímur Örn Þorteinsson, 13 ára úr Hetti, fór mikinn á sínu fyrsta Meistaramóti og sigraði hvoru tveggja í 60 m spretthlaupi og langstökki. Jafnaldri hans úr Val, Henrý Elís Gunnlaugsson sem einnig var á sínu fyrsta Meistaramóti, vann öruggan sigur í 800 metra hlaupi. 

Báðir voru í sigursveit UÍA í 4x200 metra boðhlaupi ásamt Atla Fannari Péturssyni, Þrótti og Daða Þór Jóhannssyni, Leikni. Daði varð að auki í þriðja sæti í langstökki.

Halla Helgadóttir skilaði sér langfyrst í mark í 800 m hlaupi 12 ára stúlkna og sigraði einnig með yfirburðum í hástökki og varð þriðja í langstökki í sama flokki. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir hlaut bronsverðlaun í langstökki 13 ára stúlkna. Báðar eru úr Hetti.

Aðrir keppendur UÍA stóðu sig einnig með miklum sóma, bættu sig eða komust í úrslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.