Unglingaflokkur Hattar varði Bólholtsbikarinn

Unglingaflokkur Hattar fagnaði sigri í bikarkeppni Bólholts og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í körfuknattleik. Flokkurinn lagði Egilsstaðanautin 59-51 í úrslitaleik.


Úrslitakeppnin var haldið í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardag en þar léku einnig Fjarðabyggð og Sérdeildin.

Dagurinn byrjaði á leik Sérdeildarinnar og Unglingaflokksins í undanúrslitum sem strákarnir unnu 64-37. Í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Egilsstaðanautin betur gegn Fjarðabyggð 75-68.

Bronsleikurinn varð afar spennandi og réðist að lokum á síðustu körfu leiksins en þar hafði Sérdeildin betur gegn Fjarðabyggð 50-49.

Unglingaflokkurinn hafði síðan tök á úrslitaleiknum allan tímann. Brynjar Grétarsson var stigahæstur leikmanna liðsins í úrslitaleiknum með 19 stig en Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 32 fyrir Egilsstaðanautin. Viðar Örn fékk einnig viðurkenningu sem stigahæsti leikmaður keppninnar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.