Unglingameistaramót á skíðum í Oddsskarði um helgina

oddsskard_skidi.jpg
Unglingameistarmót Íslands á skíðum verður haldið í Oddsskarði um helgina. Um 120 keppendur eru þar skráðir til leiks á einu fjölmennasta skíðamóti landsins.
 
Setningarathöfn mótsins verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 20:00 annað kvöld en keppni hefst á föstudagsmorgun. Henni er framhaldið á laugardag og sunnudag.

Veðurspá helgarinnar er þokkaleg en helst óttast menn um skyggnið ef skýjað verður eða vind hreyfir. Snjórinn er nægur í brekkunum, of mikill ef eitthvað er.

Austfirðingar héldu síðast stórmót á skíðum árið 2005. Mótið var þá reyndar haldið á Sauðárkróki vegna aðstæðna eystra en þrjátíu manna gengi fór norður og stóð að mótinu með hjálp heimamanna.

Dagskrá og nánari upplýsingar um mótið má finna á http://sff.123.is/.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.