Uppskeruhátíð hjá Skíðafélaginu í Stafdal

skis_uppskeruhatid.jpgSkíðafélagið í Stafdal er komið í sumarfrí. Vetrinum lauk með góðri ferð á Andrésar Andarleikana á Akureyri og að lokum uppskeruhátíð á Seyðisfirði.

 

Uppskeruhátíð SKIS var haldin á Seyðisfirði í blíðskaparveðri þann 15. maí. Vel var mætt og skemmtu krakkarnir sér vel í leiktækjunum á leikskólanum og í leikjum á túninu utan við leikskólann.

Allir í krílaskólanum og yngsta iðkendahóp fengu viðurkenningarpening fyrir veturinn, enda stóðu krakkarnir í þessum hópum sig með stakri prýði í allan vetur og voru framfarir mjög miklar hjá öllum.

Í eldri hópum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur:

Besta ástundun 8-10: ára Embla Rán Baldursdóttir
Mestu framfarir 8-10 ára: Bjartmar Pálmi Björgvinsson
Efnilegust 8-10 ára: Elísa Maren Ragnarsdóttir
Besta ástundun 11 ára og eldri: Fjölnir Þrastarson
Mestu framfarir 11 ára og eldri: Eggert Már Eggertsson
Efnilegastur 11 ára og eldri: Aron Steinn Halldórsson
Gullhjálmurinn - skíðamaður ársins 2011: Eiríkur Elísson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar