Viðar Örn: Við spilum ekki svona tvo leiki í röð

karfa_hottur_hamar_des12_0086_web.jpg
Höttur tapaði fyrsta leik símum gegn Hamri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik 86-73. Leikurinn tapaðist í þriðja leikhluta.

Höttur leiddi í byrjun leiks, var 21-22 yfir eftir fyrsta fjórðung og 38-40 í hálfleik. Mestur varð munurinn sjö stig, 23-30 snemma í öðrum leikhluta.

Eftir leikhlé tók að síga á ógæfuhliðina. Eftir að staðan var 48-47 skoraði Hamar ellefu stig í röð og komst í 59-47. Í lok leikhlutans var staðan 66-51.

Munurinn var orðinn fljótlega orðin sautján stig og loks tuttugu, 77-57 um miðjan fjórða leikhluta. Sigurinn var þar með orðinn heimamanna. 

„Við misstum haus í þriðja leikhluta og hentum þessu frá okkur þar,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Annar leikur liðanna verður á Egilsstöðum annað kvöld klukkan 18:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit um laust sæti í úrvalsdeild þannig að ljóst er að fyrir Hattarmenn er að duga eða drepast á morgun.

Viðar segir að liðið sé strax tilbúið í næsta leik. „Við breytum engu stórkostulegu. Við spilum ekki svona tvisvar í röð.“
 
Austin Bracey var stigahæstur Hattarmanna með 26 stig. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.