Víglundur Páll: Ekkert út á frammistöðu liðsins að setja

Þjálfari Fjarðabyggðar taldi sitt lið hafa verðskuldað sigurinn í Austfjarðaslagnum gegn Leikni á Eskifirði í gærkvöldi. Fáskrúðsfirðingar jöfnuðu þeir rúmar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.


„Ég hef ekkert út á frammistöðu liðsins að setja. Menn börðust vel hver fyrir annan allan leikinn,“ sagið Víglundur Páll Einarsson í samtali við Austurfrétt eftir leik.

Fjarðabyggð var 2-0 yfir í hálfleik og átti nokkur úrvalsfæri í seinni hálfleik. Strekkingsvindur hafið hins vegar mikil áhrif á fótboltann sem reynt var að spila.

„Við héldum boltanum mun betur gegn vindinum og sköpuðum okkur þess vegna fleiri. Þar af leiðandi er mjög svekkjandi að hafa ekki náð að halda forskotinu. Ég lít alltaf á það sem tvö töpuð stig þegar við erum með unnin leik fram í lokin.

En við vissum að þetta yrði barátta allan seinni hálfleikinn á móti vindinum og þeir eru með leikmenn sem geta kastað boltanum frá miðjunni inn á teiginn.“

Fjarðabyggð hefur verið í botnbaráttunni og er núna jöfn HK og Haukum með 14 stig en síðarnefndu liðin tvö unnu bæði í gærkvöldi. Fimm stig eru niður á botninn þar sem Leiknir er.

„Hvert stig telur og það skiptir ekki máli hvort við spilum gegn Leikni, Keflavík eða KA. Mér finnst Leiknir ekkert slakara lið en þau og það sést á að allir okkar leikir utan eins hafa unnist á einu marki eða endað með jafntefli.

Við hugsum ekki um önnur lið. Við þurfum að safna stigum og vitum hvað við þurfum mörg. Þetta verður barátta út í gegn út tímabilið.“

Ásgeir Þór Magnússon stóð í marki Fjarðabyggðar í gær en Sveinn Sigurður Jóhannesson meiddist í síðasta leik. Ásgeir Þór heldur hins vegar út til náms áður en en tímabilinu lýkur. Lokað verður fyrir félagaskipti á næstu dögum og Víglundur staðfesti að Fjarðabyggð væri að skoða sín mál.

„Ég væri að ljúga að þér ef ég segði ekkert í pípunum. Hvað það er kemur vonandi í ljós á næstu dögum. Við þurfum að styrkja okkur. Það eru leikmenn að fara erlendis í frí og aðrir í skóla.“

Að auki rifti Fjarðabyggð samningi við þrjá erlenda leikmenn sem komu fyrir tímabilið þá Jose Embalo, Cristian Puscas og Oumaro Coulibaly.

„Nei, þeir stóðu ekki undir væntingum, hvorki innanvallar né utan. Coulibaly og Puscas litu vel út í vor en lentu síðan í meiðslum, veikindum og fleiru sem þeir unnu sig ekki upp úr. Því fór sem fór.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.