Yfir sjö þúsund vinnustundir sjálfboðaliða að baki Unglingalandsmótinu

ulm_uppgjor_16022012_0001_web.jpgÁ fimmta hundrað sjálfboðaliða lögðu á sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboðaliða en langflestir komu frá Hetti.

 

Frá þessu var greint á uppgjörsfundi Unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Sjálfboðaliðarnir voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176. Flestir sjálfboðaliðanna, 56% skráðu sig til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum.

Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum við frjálsíþróttir eða 100 og næst flestir við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar, 2026 eða 28% en næst flestar á undirbúningsnefndina, 23%. Nefndin var að störfum í um tvö ár.

Yfir 60% vinnustundanna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar en næst flestar á Akstursíþróttafélagið START (6,4%) og á Þrist (4,8%).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar