
Almannahagsmunir
Nú stjórnar landinu ríkisstjórn sem leggur áherslu á almannahagsmuni, ekki sérhagsmuni. Í þeirri ríkistjórn er öflugur ráðherra Logi Einarsson sem jafnframt er fyrsti þingmaður Norðaustur kjördæmis.Austfirðingar verða að berjast fyrir hagsmunum Austurlands. Það á við til dæmis við jarðgangagerð og fleira. Ég held að allir Austfirðingar ættu að standa saman að gera jarðgöng undir Mjóafjarðarheiði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar (gert samtímis). Næst verði göng frá Mjóafirði yfir í Fannardal.
Hvað vinnst með þessu? Einangrun tveggja fjarða rofin, atvinnusvæðið á Mið-Austurlandi styrkist.
Eftir um tíu ár verður sennilega bara eitt íþróttafélag sem hefur mannskap og fjárhag til að keppa við önnur félög á landsvísu. (Úrval Austurlands)
Þá verður nauðsynlegt að hafa gott vegasamband allt árið á Mið-Austurlandi. Grjótið sem kemur út úr göngunum væri notað í atvinnusvæði á Seyðisfirði og Mjóafirði.
Þegar þessari gangnagerð væri að ljúka væri rakið að búið væri að sameina Fjarðabyggð og Múlaþing.
Þá er hægt að hafa Axarveg fallegasta malarveg á landinu eins og hann er nú þegar. (draga bara fram veghefil úr skemmu)
Það þarf að gera góðan malarveg sem seinna verður með bundnu slitlag frá Stuðlagili inn að Kárahnjúkastíflu með vegi niður í Hafrahvamma. Það þarf að búa til jepplingaveg inn Geithelladal og Víðidal sem tengist við vegakerfi Keldárveitna, með hliðarvegi í Geldingafell.
Að síðustu á knattspyrnuráð UÍA að fá eiganda laxánna og jarða í Vopnafirði til að koma með fótboltaliðið sitt og taka einn fótboltaleik á Vilhjálmsvelli við Austfjarðaúrvalið á hverju ári. Þjálfari Einherja stjórnar liðinu.
Allt sem ég nefni er fyrir almenning.
Austfirðingar stöndum saman um almannahagsmuni - ég er sannfærður um að Logi Einarsson verður betri en enginn í þeirri baráttu.
Höfundur er munaðarlaus Sjálfstæðismaður