Skip to main content

Fjölbreytt dagskrá á menningarminjadegi

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.02. september 2009

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Á Austurlandi og Norðausturlandi verða tveir viðburðir. Á Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði verður opið milli 10:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni af menningarminjadeginum. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins Bustarfelli. Þá mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Austurlandi kynna heiðarbýlið Hlíðarenda. Mæting er við afleggjarann að Sænautaseli kl. 13:00. Um 10-15 mínútna gangur er að býlinu og er nauðsynlegt að gestir mæti vel skóaðir og klæði sig eftir veðri.

burstarfell1.jpg


Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is