Fjölbreytt dagskrá á menningarminjadegi

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Á Austurlandi og Norðausturlandi verða tveir viðburðir. Á Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði verður opið milli 10:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni af menningarminjadeginum. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins Bustarfelli. Þá mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Austurlandi kynna heiðarbýlið Hlíðarenda. Mæting er við afleggjarann að Sænautaseli kl. 13:00. Um 10-15 mínútna gangur er að býlinu og er nauðsynlegt að gestir mæti vel skóaðir og klæði sig eftir veðri.

burstarfell1.jpg


Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.