Hreyfðu þig með Miðflokknum
Sem íþróttakona hef ég tekið þátt keppnisíþróttum frá unga aldri fram á fullorðinsár, þjálfað og á nú börn í íþróttum. Ég veit að fjölskyldur leggja mikið til fjárhagslega í íþróttir barnanna sinna, ekki bara æfingagjöld og kaup á búnaði heldur einnig ferðakostnað sem er mikill í keppnisíþróttum.Það að stunda íþróttir er lýðheilsumál og Miðflokkurinn vill að öllum sé gert kleift að stunda íþróttir óháð efnahag. Íþróttir geta haft forvarnarlegt gildi þar sem þær auka félagsleg tengsl, koma í veg fyrir áhættuhegðun, vímuefnaneyslu og afbrot. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að aukin hreyfing geti leitt til betri námsárangurs. í Finnlandi er til dæmis lögð áhersla á hreyfingu ungs fólk í skólunum og nemendur þar standa sig vel í alþjóðlegum samanburði. Slíkt væri til eftirbreytni.
Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að ríki og sveitarfélög styðji vel við skipulagða starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo hún geti betur gegnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Ég tel mikilvægt í þessu samhengi að hugað sé að ferðakostnaði þeirra sem búa út á landi. Börn sem búa út á landi búa ekki við sömu íþróttaaðstöðu og borga margfalt meira í ferðakostnað þrátt fyrir ferðajöfnunarsjóð. Þetta þarf að laga.
Miðflokkurinn hefur áhuga á að setja á stofn sérstakan ferðasjóð unglingalandsliða til að styðja við keppnisferðir unglingalandsliða okkar og íþróttahópa. Það er til þess að stuðla að því að Íslendingar eigi afreksíþróttafólk og landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn hefur í þessu samhengi einnig lagt til að VSK greiðslur verði endurgreiddar til íþróttafélaga sem standa í nýbyggingum, endurbótum eða viðhaldi íþróttamannvirkja, það myndi stuðla að bættri aðstöðu hjá íþróttafélögum.
Styðjum Miðflokkinn til góðra verka og setjum x við M á kjördag. Hægt er að lesa meira um stefnu Miðflokksins á www.xm.is
Höfundur er íþróttakona, móðir barna sem stunda íþróttir og situr í 4. sæti fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi.