Komast ekki á æskulýðsmót vegna H1N1

Hundrað og tuttugu börn úr æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi fá ekki að fara á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar vegna ótta við H1N1-flensuna. Halda á mótið í Vestmannaeyjum um næstu helgi og höfðu 570 börn verið skráð á mótið.

hsti.gif

Samkvæmt Stefáni Boga Sveinssyni, leiðtoga í æskulýðsfélaginu BíBí á Fljótsdalshéraði, var ákvörðun um þetta tekin einróma að fenginni ráðgjöf sóttvarnalæknis á Austurlandi. Hann hafi ekki getað mælt með því að börnin færu til Eyja, þar sem þau gætu veikst af H1N1-flensunni í ferðinni og erfitt gæti verið að sækja veik börn þangað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar