ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 22-19 sigur á liði Menntaskólans við Sund í gærkvöldi. gettu_betur_me_jan10_web.jpgLið ME hafði undirtökin allan tímann og var 18-15 yfir eftir hraðaspurningar. Mótherjarnir mættu vel undirbúnir til leiks enda varð keppnin mjög góð. MS-ingar eru þannig næst stigahæsta taplið keppninnar til þessa.

Fjölbrautarskóli Austur-Skaftafellssýslu var sleginn út af Menntaskólanum á Laugarvatni 20-8. ML-ingar voru yfir eftir hraðaspurningar, 14-6.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands mætir Verkmenntaskólanum á Akureyri á mánudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar