Messað í fjórum kirkjum í Múlaprófastsdæmi
Messað ferður í fjórum kirkjum í Múlaprófastsdæmi á sunnudag.
Sr. Lára G. Oddsdóttir messar í Egilsstaðkirkju kl. 11 og í Eiríksstaðakirkju kl. 17. Sr. Brynhildur Óladóttir verður með léttmessu í Vopnafjarðarkirkju kl. 14 í tengslum við Vopnafjarðardaga. Sr. Jóhanna I Sigmarsdóttir messar í Sleðbrjótskirkju kl. 14. Þar prédikar víglsubiskup Hólastiftis Jón A. Baldvinsson og blessar nýtt þjónustuhús eða safnaðarheimili sem reist hefur verið við kirkjuna. Allir eru velkomnir til helgihalds safnaðanna.
Í Múlaprófastsdæmi eru 17 sóknarkirkjur og sumrin er helgihaldið skipulagt þannig að alltaf sé messað á að minnsta kosti einni kirkju hvern sunnudag. Prestarnir segja það mælast vel fyrir hjá ferðafólki. Oftast megi sjá gesti frá öðrum landshlutum og jafnvel framandi þjóðum í hverri messu.