Nýr Austurgluggi
Í Austurglugga vikunnar er m.a. fjallað um nýtt tilraunaeldhús fyrir austfirskar náttúruafurðir, sagt frá hinni litríku Kjuregei Alexöndru Argunovu sem Erla Vilhjálmsdóttir bauð austur og Páll Pálsson skrifar um persónuníð fyrr á öldum. Sendiherra Rússa á Íslandi ræðir um stöðu lánamála gagnvart Íslendingum og um heimsókn sína til Austurlands. Sigurður Ingólfsson skrifar ritdóm um nýja ljóðabók Sveins Snorra Sveinssonar og framhaldssagan af Jónsa fréttaritara er á sínum stað. Þeir sem ekki eru þegar áskrifendur að Austurglugganum eru beðnir um að skrá sig undir flipanum hér að ofan; Hafa samband - ritstjóri eða hringja í síma 477-1750. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.