Gunnar Gunnarsson hefur tekið að sér
ritstjórn fréttavefsins Austurglugginn.is en Austurnet hefur tekið
fréttavefinn upp á sína arma. Fleiri fréttaritarar, dálkahöfundar og
aðrir hjálparkokkar verða fengnir að vefnum á næstu vikum og mánuðum um
leið og
framtíðarstefna hans og umhverfi verða mótuð nánar.
Gunnar er 25
ára Fljótsdælingur, nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er
blaðamaður á Pressunni og hefur verið blaðamaður á Austurglugganum, auk
þess að sinna lausamennsku fyrir Morgunblaðið og DV.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.