Nýr skáli í Loðmundarfirði vígður
Á morgun verður vígður nýr skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði. Skálinn er í landi Klyppstaðar skammt utan við kirkjuna þar sem hjáleiga var fyrrum. Ferðafélagið reisti skálann í júlí í sumar og hafa ferðamenn getað gist í honum frá ágústbyrjun. Loðmundarfjarðarskálinn er þriðji skáli félagsins á Víknaslóðum, en hinir tveir standa í Húsavík og Breiðuvík. Ferðafélagið fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og verður því fagnað samhliða vígslu skálans um kl. 14:00 á morgun. Allir eru velkomnir.
-
Mynd: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.