Nýsköpunarmiðstöð opnar á Austurlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur opnað starfsstöð í Miðvangi 2 - 4 á Egilsstöðum sem ætlað er að efla nýsköpun og styðja við atvinnulíf allt frá Vopnafirði til Djúpavogs. Í tilefni af því verður opið hús í Kaffihúsinu á Eskifirði 29. september frá kl 12:00 - 13:30 þar sem kynnt verður starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar.

nsk0punarmist.jpg

Dagskrá:

- Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar fjallar um nýsköpun á Austurlandi.

- Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð segir frá starfseminni.

- Bjarni Ellert Ísleifsson verkefnisstjóri segir frá helstu verkefnum starfsstöðvarinnar á Austurlandi.

- Eyjólfur Pálsson í Epal segir frá áhugaverðu samstarfsverkefni.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar