Skelræktarsamtök Austurlands stofnuð
Stofnuð hafa verið Skelræktarsamtök Austurlands. Markmið félagsins er að sameina þá aðila sem fást við skelrækt í fjórðungnum og gera hana að arðbærum atvinnuvegi í framtíðinni og útflutningsvöru. Mikil eftirspurn er eftir kræklingi í Evrópu. Skel er nú ræktuð í Eskifirði, Reyðarfirði, Mjóafirði og Bakkafirði.