Skógræktarfélag Íslands veitir viðurkenningar

74. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 28.-30. ágúst 2009. Skógræktarfélag A-Skaftfellinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls staðar af landinu, og tókst fundurinn vel. Fimm viðurkenningar voru veittar fyrir störf í þágu skógræktar og fengu þær Guðjón Sveinsson og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Breiðdæla, Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri, Bjarni Hákonarson og Finndís Harðardóttir, Gróðrarstöðinni Dilksnesi, Ingimar Sveinsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Djúpavogs og Björn Bjarnarson, Landgræðslu ríkisins.adalfundursi-mynd1.jpg

Afhentu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, viðurkenningarnar. Einnig voru þeim skógræktarfélögum sem áttu tugaafmæli á árinu færðar árnaðaróskir félagsins, en það voru Skógræktarfélag Skilmannahrepps (70 ára) og Skógræktarfélag Kópavogs (40 ára).

 

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í tvær vettvangsferðir, annars vegar að Hellisholti og Haukafelli á Mýrum, þar sem vígð var ný brú að svæðinu, og hins vegar um skóga í nágrenni Hafnar, meðal annars Einarslund, þar sem vígður var minnisvarði um Einar Hálfdánarson.

 

-

Mynd:
Skógræktarfélag Íslands  veitti viðurkenningar fyrir störf í þágu skógræktar og tóku handhafar viðurkenninganna við þeim úr hendi Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra. F.v. Svandís Svavarsdóttir, Guðjón Sveinsson og Jóhanna Sigurðardóttir, Guðjón Jónsson, Bjarni Hákonarson og Finndís Harðardóttir, Ingimar Sveinsson, Björn Bjarnarson og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar