Starfsmaður ráðinn til Matvælamiðstöðvar Austurlands

Matís hefur ráðið Hrund Erlu Guðmundsdóttur til starfa hjá Matvælamiðstöð Austurlands (MMA) en hún hóf störf í byrjun nóvember.  Hrund útskrifaðist með BS próf frá Matvælafræðiskori Háskóla Íslands 2003.  Hún starfaði hjá Actavis á árunum 2005-2009 og Vífilfelli 2002-2005.  Hrund er ráðin sem verkefnastjóri hjá Matís og mun sjá um verkefni MMA í samvinnu við samstarfsaðila verkefnisins, sem eru Þróunarfélag Austurlands, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Auðhumla, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Matís.

Stefnt er að  því að Matvælamiðstöðin verð formlega opnuð í janúar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar