Töpuðu bæði í lokaumferðinni

Bæði Fjarðabyggð og Höttur töpuðu leikjum sínum 2-0 í lokaumferð 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu í dag. ImageFjarðabyggð tapaði fyrir Víkingi 2-0 í Víkinni. Í lið Fjarðabyggðar vantaði nokkra fastamenn, eins og bakverðina Andra Magnússon, Jóhann Benediktsson og kantmanninn Stefán Þór Eysteinsson. Hinn sautján ára gamli Sævar Þór Harðarson var í byrjunarliði og lék sinn fyrsta leik í deildarkeppni Íslandsmótsins. Fjarðabyggð náði ekki að fylla leikmannahópinn, var með fimmtán leikmenn af leyfilegum sextán á skýrslu. Mörk Víkings skoruðu Egill Atlason á 21. mínútu og Pétur Örn Svansson á 49. mínútu. Fjarðabyggð endaði í 9. sæti með 24 stig. ÍBV varð deildarmeistari með 53 stig og fer upp í úrvalsdeild ásamt Stjörnunni. Njarðvík og KS/Leiftur voru fallin. Sveinbjörn Jónasson, framherji Fjarðabyggðar, varð þriðji markahæstur í deildinni með þrettán mörk.
Höttur tapaði 2-0 fyrir Hamri í Hveragerði. Það dugði Hvergerðinum samt ekki til að halda sæti sínu í deildinni því ÍH lagði Tindastól 1-0. Völsungur féll einnig. ÍR varð deildarmeistari og Afturelding fylgir liðinu upp um deild. Höttur varð í 9. sæti með 24 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.