Tveir vinnustaðasálfræðingar ræða við starfsfólk HSA
Vinnustaðasálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson eru nú að tilhlutan heilbrigðisráðuneytis á Austurlandi til að kanna stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Fjarðabyggð ályktaði fyrir skömmu um að gera þyrfti hlutlausa úttekt á heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og eru þetta viðbrögð ráðuneytisins við ályktuninni. Þórkatla og Einar Gylfi ræða í þessari fyrstu lotu m.a. við lykilstarfsmenn HSA til að fá mynd af því sem verið hefur í gangi innan vébanda stofnunarinnar, þ.á.m. vegna mála yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar.