Vegfarendur gæti að færð

Á Austurlandi er nú ófært um Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og verið er að hreinsa vegi. Ófært er um Öxi. Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur og verið er að hreinsa vegi. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassari við A-ströndina í dag. Él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Áfram allhvöss norðanátt austast fram undir kvöld. Úrkomuminna um landið norðanvert síðdegis. Hægari og austlægari á morgun og dálítil él suðvestantil. Annars svipað veður. Vægt frost, en frostlaust við S- og SV-ströndina.

stormur.jpg

Vakin er athygli á því að Hófaskarðsleið, nýi vegurinn um Melrakkasléttu, er lokuð allri umferð. Vegurinn er í byggingu, með grófu yfirborði og án vetrarþjónustu. Talsvert er um að vegfarendur hafi farið þessa leið á eigin ábyrgð, en nú hefur snjóað á svæðinu og Hófaskarðið er orðið þungfært.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar