Verri þeirra vinskapur ?

Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri skrifar:  

Nú er haustið að ganga í garð og ef ekki á að verða mjög harður vetur í þjóðfélaginu þá þarf stórhuga aðgerðir. Nú fer Icesave-málum vonandi að linna svo hægt verði að fara að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu, svo notaðir séu þekktir frasar. Það er þannig að ef ekki fara að sjást stórtækar aðgerðir verður bylting í þessu landi, mun meiri og öfgafyllri en sú sem átti sér stað fyrr á árinu.

Ég er sennilega svona vitlaus, en til hvers í ósköpunum erum við að fá lán í hundruð milljarða

vís frá AGS og „vinum“ okkar á Norðurlöndum og fleirum ef við ætlum ekki að nota þá

peninga til að bjarga heimilunum og atvinnulífinu? Er það meiningin að láta þessa peninga

safna skuldavöxtum á reikningi í Seðlabankanum til þess eins að reyna að halda uppi ónýtri

krónu sem enginn hefur lengur trú á eða mun fá trú á? Ef þessum peningum verður ekki

dælt út í atvinnulífið nú á haustmánuðum og tekið raunverulega á vanda heimila þá verður allt

vitlaust.

 Algjörlega út úr korti 

Það virðist vera að bankar og fjármögnunaraðlar séu hættir að horfa á rekstrarreikninga

fyrirtækja og horfa eingöngu á fjármagnspakkann, sem er algjörlega út úr korti fyrr en

verður búið að laga gengið. Það er fullt af fyrirtækjum í landinu að sýna góðan rekstur og

hafa staðið við allar sínar skuldbindingar, einnig gagnvart bönkum og

fjármögnunarfyrirtækjum samkvæmt þeim lánasamningum sem þau fengu og skrifuðu

undir. Það að bankarnir féllu og felldu þjóðfélagið um leið er ekki sök þessara fyrirtækja

og því fráleitt að þau falli vegna þess að þau fái ekki fyrirgreiðslu. Það að sumir bankastjórar

skuli jafnvel voga sér að koma fram með hroka og segja lántakendum að þeir verði bara að

standa við skuldbindingar sínar; stóðu bankarnir við sínar? Það ætti bara að rassskella þá!

Þjóðfélagið og stjórnvöld verða að koma inn með fjármagn og hjálpa bönkunum að standa við

sínar skuldbindingar þannig að þeir sem geta staðið í skilum, miðað við þann samning sem

þeir skrifuðu undir, haldi áfram sínum reksti. Til dæmis er hægt að leiðrétta gengismisvægið

með því að stofna nýja kreppuvísitölu eldri lána þar sem lánin yrðu endurreiknuð frá einhverri

dagsetningu áður en hrunadansinn hófst. Ég blæs á að það sé of dýrt því ef atvinnulífið

stöðvast og greiðsluflæði einstaklinga og fyrirtækja stöðvast þá fyrst verður það dýrt.

 Stuðlað að mismunun 

Það á að afskrifa skuldir íbúðareigenda með almennum reglum því ef það er gert með

sértækum aðgerðum milli ráðgjafa bankanna og einstaklinga þá er fyrst verið að stuðla að

mismunun í þessu þjóðfélagi og kunningjasamfélagið mun grassera sem aldrei fyrr. Er það það

sem við viljum? Ég segi nei! Það væri hægt að búa til kerfi, t.d. í líkingu við

vaxtabótakerfið þar sem afskrift nýttist þeim sem búa í eigin húsnæði og með tekju- og

eignatengingum, þ.e. gagnsæjum reglum sem ekki er hægt að fara í kringum.

Sú stórfellda eignaupptaka, sem nú er að eiga sér stað er vítaverð, þar sem bankar og

fjármögnunarfyrirtæki leysa til sín eignir á undirverði. Það er auðvitað ágætt fyrir

tilvonandi eigendur bankanna við nýja einkavæðingu að fá íbúðareignir Íslendinga í kaupbæti.

Ég er samfylkingarmaður og held enn að Samfylkingin sé flokka færust um að koma skikki á

íslensk þjóðfélag, en þá verðið þið að bretta upp ermarnar og í guðs bænum brjótið

odd af oflæti ykkar og notið góða ráðgjöf, sama hvaðan hún kemur.

Ef Evrópski seðlabankinn er ekki tilbúinn að veita íslensku krónunni þann bakstuðning sem

þarf, þar til við getum hent henni, eða AGS vill ekki leyfa okkur að byggja upp atvinnuvegina

aftur, þá vil ég frekar missa þessa ágætu „vini“ okkar því þá gildir: Vondur er þeirra

fjandskapur, en verri þeirra vinskapur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.