Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað.
Leikskólar sinna gríðarlega mikilvægu hlutverki og faglegt starf sem fram fer á þessu fyrsta skólastigi er grunnurinn að því sem koma skal. Það er því til mikils að vinna að huga vel að líðan barna og starfsfólks og tryggja heilsusamlegt og nærandi umhverfi fyrir alla.
Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna og 2. deild karla hefst á laugardaginn. Við hér í Fjarðabyggð mætum nú í fyrsta skipti sameinuð til leiks í meistaraflokki karla undir merkjum KFA; Knattspyrnufélags Austfjarða.
Höfundur: Berglind Harpa, Ívar Karl, Guðný Lára, Ólafur Áki og Einar Freyr • Skrifað: .
Á vel heppnuðum sameiginlegum framboðsfundi allra framboða sem bjóða fram í Múlaþingi var töluverður samhljómur um að rangt væri gefið þegar kæmi að verkaskiptingu og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Allir sögðu, við þurfum að sækja á ríkissjóð.
Höfundur: Anna Margrét Arnarsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir og Anna Sigrún Jóhönnudóttir • Skrifað: .
Heimur batnandi fer. Ef við skoðum stöðu kvenna og fólks af erlendum uppruna þá erum við svo sannarlega á réttri braut og staðan allt önnur en hún var fyrir nokkrum áratugum síðan, sem betur fer. Fleiri og fleiri bætast í hóp okkar sem þegjum ekki heldur höfum hátt þegar við verðum vitni að hvers kyns fordómum og kvenfyrirlitningu.
Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í sveitarstjórnar Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði.
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág.
Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun.