Skip to main content

Austfirðingum býðst að hitta matvælaráðherra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. sep 2024 10:34Uppfært 23. sep 2024 10:34

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur að undanförnu verið á ferð um landið og býður heimafólki að bóka fundi með sér um málefni ráðuneytisins. Hún kemur í Egilsstaði á fimmtudag.


„Þessar heimsóknir hafa verið afskaplega gagnlegar. Það er dýrmætt að geta sest niður með íbúum hinna dreifðari byggða og átt við þau samtal í augnhæð um þau mál sem á þeim brenna,“ er haft eftir Bjarkeyju í tilkynningu.

Hún verður með aðstöðu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á fimmtudag. Hægt er að bóka fundi með henni í gegnum aðstoðarkonu hennar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Á miðvikudag verður hún í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.