Austfirðingum býðst að hitta matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur að undanförnu verið á ferð um landið og býður heimafólki að bóka fundi með sér um málefni ráðuneytisins. Hún kemur í Egilsstaði á fimmtudag.

„Þessar heimsóknir hafa verið afskaplega gagnlegar. Það er dýrmætt að geta sest niður með íbúum hinna dreifðari byggða og átt við þau samtal í augnhæð um þau mál sem á þeim brenna,“ er haft eftir Bjarkeyju í tilkynningu.

Hún verður með aðstöðu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á fimmtudag. Hægt er að bóka fundi með henni í gegnum aðstoðarkonu hennar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Á miðvikudag verður hún í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.