Bifreið endaði út í Fjarðará
Lögregla rannsakar hvað varð til þess að bifreið endaði út í Fjarðará á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Einn leitaði læknisaðstoðar eftir óhappið.Tveir einstaklingar voru í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum enda bifreiðin skammt frá bakkanum. Ökumaðurinn leitaði læknis þar sem hann fann fyrir eymslum eftir óhappið.
Lögregla kannar tildrög slyssins en grunur leikur á að bílnum hafi verið ekið of hratt.
Þá var snemma aðfaranótt sunnudags tilkynnt um slagsmál milli tveggja manna á Vopnafirði. Annar þeirra þurfti aðstoð læknis vegna minni háttar áverka í andlitið. Lögreglan rannsakar málið.