Eimskip tengir Reyðarfjörð við Álaborg
Eimskip hefur samið við Álaborgarhöfn í Danmörku um að höfnin verði áfangastaður fyrir skipafélagið. Þar með er Reyðarfjörður kominn í tengsl við Álaborg.Í tilkynningu um samninginn segir að Álaborg verði einn af föstum viðkomustöðum Eimskips á Royal Arctic línunni. Um er að ræða þriggja vikna gámaflutningalínu sem liggur milli Nuuk, Reykjavikur, Reyðarfjarðar, Þórshafnar, Árósa, Álaborgar, Helsingborg, Árósa, Þórshafnar, Reykjavikur og Nuuk. Skip Eimskips koma við einu sinni í viku í höfninni í Álaborg.
“Við höfum unnið náið með Eimskip í lengri tíma og erum mjög ánægðir að hafa tekið þetta næsta skerf í samstarfi okkar,” segir Rasmus Munk Kolind hafnarstjóri Álaborgarhafnar í tilkynningunni.
“Nú eftir að Álaborg er orðinn hluti af gámaflutningalínu Eimskips höfum við styrkt gámaþjónustu okkar til hagsbóta fyrir ibúa á vesturhluta Jótlands.”
Jesper Sandahl forstjóri Eimskips í Danmörku segir í tilkynningunni að félagið sé mjög ánægt með þennan samning við Álaborgarhöfn.
“Við höfum lengi leitað að tækiflæri til að koma Álaborgarhöfn inn í flutningakerfi okkar. Þessi samningur gefur okkur færi á nýjum viðskipatækifærum við aðrar hafnir á meginlandinu og einnig á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.”
Mynd: Eimskip