Gestakomur á hjúkrunarheimili og sjúkradeildir bannaðar

Bann við öllum heimsóknum ættingja og annarra gesta, nema í sérstökum undantekningatilfellum, á hjúkrunarheimili og legudeildir á Austurlandi hefur tekið gildi. Bannið gildir uns annað er ákveðið.

Ákvörðunin er tekin vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19, en í gær var í fyrsta sinn staðfest að hún hefði smitast innanlands. Í kjölfarið varið lýst yfir neyðarstigi almannavarna.

Íbúar á hjúkrunarheimilum teljast í sérstökum áhættuhópi gagnvart því að sýkjast alvarlega af veirunni.

Hjúkrunarheimilin á er Austurlandi: Sundabúð á Vopnafirði, Dyngja á Egilsstöðum, Fossahlíð á Seyðisfirði, Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsalir á Fáskrúðsfirði auk hjúkrunardeildar í Neskaupstað.

Í tilkynningu kemur fram að jafnframt verði umferð annarra gesta en starfsfólks á vakt, takmörkuð inn á heimilið. Svo sem birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilið til að lágmarka hættu á að íbúar, sjúklingar og starfsfólk smitist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.