Leikhópurinn Lotta heimsækir Múlaþing
Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn í Múlaþing dagana 21.-24.júlí með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að það verði aðeins annar bragur á Lottu í sumar en sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega,
„Þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir unga sem aldna,“ segir á vefsíðunni.
Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum.
Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni! Dagskráin er sem hér segir:
Djúpivogur, 21. júlí klukkan 17.30 á fótboltavellinum.
Seyðisfjörður, 22. júlí klukkan 17.30 á túninu við kirkjuna.
Egilsstaðir, 23. júlí klukkan 15 og 17.30 í Tjarnargarði.
Borgarfjörður, 24. júlí klukkan 11 á fótboltavellinum.
Mynd; mulathing.is