Ljósleiðari í sundur við Möðrudal

Verktaki að störfum við Möðrudal á Fjöllum tók í dag sundur ljósleiðarann sem liggur milli Akureyrar og Egilsstaða. Viðgerðarmenn eru á leið á staðinn.

Strengurinn sem um er að ræða er stofnstrengur Mílu. Áhrif af slitinu eru talin óveruleg þar sem þéttbýlissvæði á Norðaustur- og Austurlandi eru tengd úr fleiri en einni átt.

Bilunin er við Vegaskarð og er nákvæmlega vitað hvar slitið er. Viðgerðarmenn á vegum Mílu eru lagðir af stað frá Egilsstöðum og Akureyri.

Ekki er ljóst hversu langan tíma tekur að gera við strenginn, enda nokkuð vandasamt verk þegar jafn öflugur strengur fer í sundur en kappkostað verður að vinna sem hraðast.

Ekki er vitað hver áhrif slitsins eru á fjarskipti á Austurlandi. Það veltur á tengingum fjarskiptafélaganna. Ekki tókst að fá upplýsingar þaðan við vinnslu fréttarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.