Mygla fannst í Nesskóla

Nemendur á elsta stigi Nesskóla voru sendir heim í morgun eftir að mygla fannst í norðurhluta skólahúsnæðisins. Viðgerðir á svæðinu hefjast strax á mánudag. Ekki er talið að mygla sé á fleiri stöðum í húsinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðabyggð. Þar segir að þegar niðurstaða úr sýnum hafi legið fyrir í morgun hafi strax verið gengið í að meta til hvaða aðgerða þyrfti að grípa.

Það hefur gengið vel og munu verktakar hefja vinnu strax á mánudag. Ekki er talið að hún verði umfangsmikil en þó er ljóst að ekki verður kennt í norðurhluta skólans á næstunni.

Starfsdagur hjá kennurum 8. – 10. bekkjar á mánudag til að skipuleggja starfið framundan. Nemendur á unglingastigi mæta því ekki í skólann á þann dag. Foreldrum verða sendar frekari upplýsingar í gegnum Mentor á mánudag.

Ekki er talið að mygla sé á fleiri stöðum í húsnæðinu og því hafa aðgerðirnar ekki áhrif á aðra kennslu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar