Tvö snjóflóð loka Hringveginum

Hringvegurinn á Austfjörðum er lokaður á tveimur stöðum, annars vegar í milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og hins vegar Djúpavogs og Hafnar vegna snjóflóða.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að snjóflóðin hafi fallið upp úr klukkan fimm í dag. Þar segir að ólíklegt sé að mokað verði í kvöld.

Hjá Veðurstofunni er flóðið í Færivallaskriðum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar skráð af stærðinni 2, en slík flóð geta grafið fólk. Snjóflóð féll einnig í skriðunum aðfaranótt laugardags og lokaði veginum. Það var af stærðinni 1. Bíll keyrði inn í flóðið og var dreginn í burtu. Engin slys urðu á fólki.

Þessu til viðbótar er búið að lýsa yfir óvissustigi á Fagradal vegna snjóflóðahættu frá klukkan 19 í kvöld. Þæfingur er þar og stórhríð, sem og á vegum sunnan Fáskrúðsfjarðar.

Mynd úr safni frá Vegagerðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.