Norðfjarðargöng lokuð vegna grjóthruns

Norðfjarðargöngum var lokað eftir hádegi í dag þar sem grjót hrundi úr lofti ganganna. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna þau á ný.

Að sögn Sveins Sveinssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi, er verið að meta aðstæður í samáði við jarðfræðinga stofnunarinnar.

Dálítið stykki hrundi úr loftinu í miðjum göngunum upp úr hádegi í dag. Sveinn segir setlag úr lausu setlagi hafa farið af stað og komið niður. Sambland er af steinsteypu og bergi. „Þetta getur því miður gerst en sem betur fer varð ekkert slys.“

Ekkert hefur verið ákveðið um viðbrögð á þessu stigi, til dæmis hvort mögulega sé hægt að hleypa umferð á göngin undir eftirliti.

Vegna hrunsins falla ferðir almenningssamgangna til og frá Norðfirði niður í dag. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.