Ný gul viðvörun um hádegi á sunnudag

Önnur gula viðvörunin sem gefin hefur verið út fyrir þessa helgi gengur í gildi um hádegi á morgun og stendur fram eftir mánudegi.

Viðvaranir eru gefnar út fyrir annars vegar Austurland að Glettingi, hins vegar Austfirði, vegna norðaustan hríðar. Von er á að hún standi skemur á Austurlandi.

Þar tekur hún gildi klukkan 14:00 á morgun, sunnudag og gildir í sléttan sólarhring. Á þeim tíma er spáð norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi sem viðbúið er að spilli færi, einkum á fjallvegum. Eftir þann tíma gengur veðrið niður.

Á Austfjörðum er spáð 13-20 m/s og mikilli snjókomu. Til viðbótar við versnandi akstursskilyrði er varað við aukinni hættu á snjóflóðum. Fólk er því hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.

Í yfirliti ofanflóðadeildar Veðurstofunnar frá í gær segir að ekki sé talin hætta á flóðum í byggð en til fjalla geti skapast varasamar aðstæður. Veginum yfir Fagradal var lokað síðustu nótt vegna snjóflóðahættu en opnaður snemma í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.