Önnur þyrla gæslunnar í bið á Akureyri næstu dægrin

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, hefur verið send til Akureyrar og verður staðsett þar næstu dægrin ef til útkalls skyldi koma frá Austur- eða Norðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni seint í dag en veðurspáin hér austanlands sérstaklega er mjög varhugaverð næstu tvo sólarhringa með tilliti til mikillar snjóflóðahættu á mörgum svæðum nálægt byggð.

Á Akureyri er ekki aðeins mun styttra austur ef þörf verður á heldur og er aðstæður mjög góðar fyrir norðan því meðal annars er hægt að geyma þyrluna í flugskýli á Akureyrarvelli.

Ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands uppfærði spá sína varðandi flóðahættu hér austanlands síðdegis og nú er talin „mikil hætta“ á ofanflóðum næstu þrjá dagana. Snjóalög austanlands séu mjög óstöðug eftir mikla snjókomu undanfarið og sterkar líkur á að vot flóð eða krapaflóð falli á svæðinu með hlýnandi veðri og rigningum.

Þyrlusveit TF-GNÁ er til taks á Akureyri ef aðstoðar verður þörf á Austurlandi næstu sólarhringa. Mynd Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar