![](/images/stories/news/gagnlegt/logreglan_juli2019_0002_web.jpg)
Óska eftir lögreglurannsókn á meðferð hettumáfs
Matvælastofnum hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á meðferð sem ófleygur hettumáfur á Borgarfirði eystra kann að hafa hlotið.Greint var frá því í fréttum RÚV 18. ágúst að ungur hettumáfur hefði fundist á víðavangi á Borgarfirði. Svo virtist sem fuglinn hefði verið þakinn litsterku lakki.
Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í dag kemur fram að óskað hafi verið eftir rannsókn lögreglu á málinu,
Þar er vakin athygli á að grunsemdir vakni um brot á lögum um velferð dýra beri að tilkynna það til stofnunarinnar eða lögreglu eins fljótt og hægt er. Brotin eru aðeins rannsökuð af lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar.