Slasaðist við Hengifoss
Viðbragðsaðilar á Fljótsdalshéraði voru kallaðir að Hengifossi um hádegisbil á laugardag en þar hafði kona slasast á göngu.
Konan var á göngu upp að fossinum þegar hún hrasaði og slasaðist á fæti. Björgunarsveitarmenn sóttu konuna upp eftir og komu henni niður á bílastæði.
Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Egilsstöðum til aðhlynningar en hún mun snúið sig illa.