Starfsemi með eðlilegum hætti með eftir samninga
Um miðnætti í nótt var skrifað undir nýja kjarasamninga milli samninganefndar sveitarfélaga og bæjarstarfsmanna innan BSRB. Þar með var boðuðum verkföllum aflýst.Félagsmenn í Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) og Starfsmannafélagi Fjarðabyggðar voru meðal þeirra sem samþykkt höfðu verkfallsaðgerðir. Þær hófust vissulega á miðnætti en voru skammvinnar.
Aðgerðirnar hefðu haft áhrif á leik- og grunnskóla, bókasöfn, íþróttamiðstöðvar og bæjarskrifstofur um allt Austurland. Þjónusta þessara staða verður hins vegar með óbreyttu sniði.
Þá skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sem AFL starfsgreinafélag er aðili að, á föstudag undir nýjan samning við ríkið. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.