Stefán Bragason kveður eftir 42 ára starf

Stefán Bragason lét af störfum hjá Múlaþingi um síðustu mánaðarmót eftir 42 ára starf hjá sveitarfélaginu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að mest allan tímann starfaði hann á skrifstofunni að Lyngási 12 á Egilsstöðum, sem skrifstofustjóri og bæjarritari, eða í 39 ár, en í þrjú ár starfaði Stefán sem leiðbeinandi við Brúarásskóla sem þá var í Hlíðarhreppi.

Sveitarfélögin sem Stefán hefur starfað fyrir eru orðin mörg en fyrst var það Hlíðarhreppur, síðan Egilsstaðahreppur, Egilsstaðabær, þá Austur-Hérað, Fljótsdalshérað og loks Múlaþing.

Á myndinn má sjá Stefán og Björn Ingimarsson, bæjarstjóra, búa sig undir að fá sér tertusneið þegar samstarfsfólk Stefáns kvaddi hann á síðasta vinnudegi hans.

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar