Þarf að kortleggja urðunarstaði riðufjár

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið þess á leit við Matvælastofnun að hún kortleggi hvar dýr, sem lógað hefur verið vegna riðu og annarra sjúkdóma, eru grafin í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð HAUST. Þar greinir frá því að nýlega hafi komið í ljós að framkvæmdaleyfi vegna malarnáms í Norðfjarðarsveit hafi verið gefið út í næsta nágrenni urðunarstaðar riðufjár frá árinu 1987.

Eftir vettvangsferð var niðurstaðan sú að ekki væri hætta á ferðum ef malarnámið færi ekki nær urðunarstaðnum en nú er. Engar upplýsingar um staðsetningu hans voru til hjá Matvælastofnun heldur fengust þær með aðstoð heimamanna sem komu að urðuninni á sínum tíma.

Þess vegna beinir HAUST því til Matvælastofnunar að taka saman upplýsingar um urðunarstaði á starfssvæði nefndarinnar sem allra fyrst. Talið er mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir og urðunarstaðirnir verðir tilgreindir í aðalskipulagi sveitarfélaga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.