Þrettán umsóknir um stöðu sveitarstjóra á Vopnafirði

Þrettán einstaklingar, sjö karlar og sex konur, sóttu um stöðu sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps en umsóknarfrestur rann út á mánudag.

Auglýst var eftir jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum sem hefði áhuga og metnað fyrir uppbyggingu og þróun samfélagsins á Vopnafirði.

Ekki voru sett ákveðin skilyrði um menntun eða hæfni. Háskólamenntun sem nýtist í starfinu taldist kostur, farsæl reynsla af stjórnun og rekstri sem og þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu. Þá þarf sveitarstjórinn að geta tjáð sig í ræðu og riti, hafa leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni og metnað.

Eftirtalin sóttu um stöðuna:

Ármann Jóhannesson, byggingaverkfræðingur, Grindavík
Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafræðingur og sjúkraliði, Vopnafirði
Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefna ráðgjafi, Hafnarfirði
Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur, Mosfellsbæ
Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri, Reykjavík
Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi, Vopnafirði
Sara Elísabet Svansdóttir, gæðafulltrúi, Reykjavík
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
Steingrímur Hólmsteinsson, starfsmaður í bókhaldi, Kópavogi
Þorbjörg Gísladóttir, mannauðs- og skrifstofustjóri, Hafnarfirði
Þór Steinarsson, stjórnsýslufræðingur, Reykjavík
Þórður Valdimarsson, verkefnastjóri, Akureyri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.