Tíu þúsund lítrar af olíu í prammanum

Byrjað er að reyna að koma fóðurpramma fiskeldisfyrirtækisins Laxa, sem sökk í Reyðarfirði í nótt, á flot aftur. Ráðstafanir eru gerðar til að reyna að hindra mengun frá prammanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Löxum. Pramminn var á eldissvæðinu Gripalda, sem er út með sunnanverðum Reyðarfirði. Útkall barst um að pramminn væri að sökkva á níunda tímanum í gærkvöldi og sökk hann svo á fjórða tímanum í nótt.

Tildrög óhappsins eru ekki kunn, aðeins að töluvert af sjó hafi komist inn í fóðurprammann Muninn við Gripala í illviðrinu sem gekk yfir Austfirði í gær.

Búið er að tilkynna aðstæður til Fjarðabyggðar og annarra hlutaðeigandi. Varðskipið Þór kom strax á vettvang í gær og hefur aðstoðað við mengunarvarnir og björgunaraðgerðir, en verið er að reyna að koma prammanum aftur á flot, en hann fór niður á um 40 metra dýpi. Engin svartolía er um borð en tíu þúsund lítrar af díselolíu fyrir utan fóður og tækjabúnað en pramminn var mannlaus.

Eldiskvíum og löxum í þeim er ekki talin stafa hætta af atvikinu.

Mynd: Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.